Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 690
3. desember, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21. maí sl. var samþykkt að vinna að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt var erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Á fundi bæjarstjórnar þann 29. maí sl. var afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs samþykkt. Lagður fram uppfærður uppdráttur þar sem tekið hefur verið tillit til innkominna ábendinga vegna lýsingar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði kynnt í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.