Bátaskýlin við Lónsbraut, umgegni
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 597
3. maí, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Umgegni við bátaskýlin við Lónsbraut tekin til umfjöllunar en borist hafa kvartanir vegna þessa.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir drög byggingarfulltrúa að bréfi og styður hverjar þær aðgerðir til að sómi sé af umhverfinu við lónið. Jafnframt lýsir skipulags- og byggingarráð hneykslan sinni á ömurlegri umgengni eigenda bátaskýla við Hvaleyrarlón sem er friðlýstur fólkvangur og er hrópandi lítilsvirðing við umhverfið og samfélagið í Hafnarfirði.
Jafnframt beinir skipulags- og byggingarráð því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða hvort ástæða sé til að vísa málinu til lögreglurannsóknar.