Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 619
4. apríl, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Tekin fyrir á ný tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016. Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28.12.2016-13.02.2017. Athugasemd bárust og fól skipulags- og byggingarráð skipulagsfulltrúa að taka saman svör við athugasemdunum.. Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda sem bárust dags. 03.04.2017.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010."

Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á bókun bæjarstjórnar 29.3. 2017 varðandi afgreiðslu þessa máls.