Sumarleyfi bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1768
22. júní, 2016
Annað
‹ 16
17
Fyrirspurn
6. liður úr fundargerð forsetanefndar frá 16.júní sl. Til umræðu
Málið rætt.
Svar

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 stendur, sem er frá og með 23. júní til og með 19. ágúst 2016. Fyrsti reglubundni fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður þann 31. ágúst 2016. Ráðsvika skal byrja í viku 34, þ.e. þann 22. ágúst 2016."

Með samþykkt þessarar tillögu fellur niður samþykkt bæjarstjórnar frá 27. apríl 2016.

Samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.