Forsetakosningar 2016, kjörskrá
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3436
14. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
1604408 - Forsetakosningar 2016 Lögð fram tillaga kjörstjórnar Hafnarfjarðar að kjörstöðum og undirkjörstjórnum vegna forsetakjörs sem fram fer 25. júní n.k. sbr. 68. gr, 10.gr. og 15.gr. l.24/2000, sbr. l. 36/1945. Kjörstaðir eru 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir eru 13.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Eyrún Ósk Jónsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun Samfylkingar og Vinstri Grænna: "Fulltrúar Samfylkingar og VG beina því til kjörstjórnar að sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á Völlum fyrir komandi alþingiskosningar og kannaður grundvöllur þess að fjölga kjörstöðum með því að hafa einn þeirra staðsettan í Vallahverfi. Jafnframt beina fulltrúar Samfylkingar og VG því til bæjarráðs að kanna grundvöll þess að boðið verði uppá fríar strætóferðir í Hafnarfirði á kjördag í komandi forsetakosningum og sérstaklega verði hugað góðum samgöngum Vallahverfis og kjörstaða. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson."
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu kjörstjórnar Hafnarfjarðar, að við forsetakosningar þann 25. júní n.k. verði kjörstaðir 2, Lækjarskóli og Víðistaðaskóli og kjördeildir verði 13.
Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Bæjarráð tekur jákvætt í framlagða tillögu um fríar strætóferðir á kjördag og felur bæjarstjóra að skoða möguleika þar á, kostnað og hvernig framkvæmdin gæti orðið.