GN eignir og Eignasjóður, sameining
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3450
3. nóvember, 2016
Annað
Svar

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykki með heimild í 2. mgr. 99. gr. einkahlutafélagalaga að sameinast einkahlutafélaginu GN eignum ehf. með því að eignarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar yfirtaki allar eignir og skuldir félagsins. Samþykktir Hafnarfjarðarkaupstaðar gilda um hið nýja félag. Samruninn miðast við 1. janúar 2016.


Fulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gerðu á árunum 1998-2002 verstu einkaframkvæmdasamninga Íslandssögunnar hér í Hafnarfirði. Strax eftir hrun náði þáverandi meirihluti Samfylkingarinnar að kaupa upp úr gjaldþroti Nýsis hf. skóla- og leikskólabyggingar og stofna félag utan um gamlar Nýsiseignir, GN ehf., um leið og samningar náðust við Landsbankann aðalkröfuhafa Nýsis um lánveitingu.
Skuldsetning bæjarfélagsins jókst enda höfðu skuldbindingar einkaframkvæmdasamninga á þeim tíma legið utan efnahagsreiknings. Ljóst eru að verulegur ábati hefur orðið af yfirtöku samninganna og gæfuskref tekið að leysa þá til sín.
Við breytingu á GN-eignum og yfirfærslu eignanna sem áður voru einkaframkvæmdir til A-hluta bæjarsjóðs er eðlilegt spyrja um fyrirætlanir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar um núverandi óhagstæðu samninga sem fyrir liggja, en reynt hefur verið árangurslaust á umliðnum árum að semja um upplausn þeirra.
1. Hefur farið fram einhver vinna og hver þá hjá núverandi meirihluta á árunum 2014-2016 varðandi einkaframkvæmdasamningana?
2. Hver var boðuð stefna núverandi meirihluta, fyrir síðustu kosningar, varðandi þessa tilteknu einkaframkvæmdasamninga?
3. Hver er afstaða núverandi meirihluta gagnvart þessum tilteknu einkaframkvæmdarsamningum?
4. Hvaða hugmyndir hefur núverandi meirihluti um þá stöðu sem skapast í Hafnarfirði þegar leigusamningarnir renna út?
5. Hver er uppsafnaður leigukostnaður eignanna hvers samnings fyrir sig, sundurliðað, á núvirði.
6. Hver er gildistími samninganna og áætluð leigufjárhæð hvers samnings fyrir sig, út leigutímann.
7. Hver er uppsafnaður fjárhagslegur ábati Hafnarfjarðarbæjar af uppkaupum á Nýsiseignunum, samanborið við ef bærinn hefði haldið áfram að greiða samkvæmt fyrri samningi?
8. Hver eru vænt áhrif af niðurlagningu GN-eigna og yfirfærslu eigna og skulda þess í A-hluta bæjarsjóðs, á helstu fjárhagslegu mælikvarða og kennitölur.
9. Er vilji til þess hjá núverandi meirihluta að setja af stað þverpólitíska nefnd um uppkaup á samningunum?