Húsnæðisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3575
3. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 21.maí sl. Lögð fram endurskoðuð húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar. Guðmundur Pálsson, ráðgjafi KPMG fer yfir áætlunina.
Fjölskylduráð þakkar Guðmundi Pálssyni fyrir góða kynningu. Fjölskylduráð þakkar einnig starfshópnum um endurskoðun á húsnæðisáætlun fyrir góð störf. Fjölskylduráð samþykkir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og vísar henni í bæjarráð til staðfestingar.
Guðmundur Pálsson ráðgjafi hjá KPMG mætir til fundarins.

Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar bókað: Samfylkingin leggur áherslu á að við skipulag og uppbyggingu íbúðahúsnæðis verði ávallt lögð áhersla á að tryggja fjölbreytni í íbúðauppbyggingu. Það verði m.a. gert með því að tryggja að alltaf þegar ný hverfi eru skipulögð verði gert ráð fyrir ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða, leiguíbúða o.sv.frv. Slíkt er nauðsynlegt svo ná megi markmiðum húsnæðisáætlunarinnar um að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins húsnæði við hæfi.
Svar

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Tekið til umræðu.

Birgir Örn Guðjónsson kemur að svohljóðandi bókun:

Í kaflanum „helstu áherslur og markmið í húsnæðismálum Hafnarfjarðar“ í húsnæðisáætlun bæjarins kemur fram að „farið verði í heildstæða stefnumótun í samráði við notendur um framtíðarfyrirkomulag búsetumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.“ Bæjarlistinn ítrekar nauðsyn þeirrar vinnu og skorar á Hafnarfjarðarbæ að hefja þá vinnu sem allra fyrst.