Húsnæðisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1816
28. nóvember, 2018
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 22.nóvember sl. Lögð fram til samþykktar Húsnæðisáætlun 2018-2026.
Valdimar Víðisson formaður starfshóps mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2018-2026 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun: Vert er að fagna útkomu húsnæðisstefnu sem dregur upp mynd af stöðu húsnæðismála í bæjarfélaginu og leggur fram ákveðna sýn um uppbyggingu. Undirrituð leggur þó áherslu á að gætt verði að því að ný byggingarsvæði og þéttingarsvæði verði vel skilgreind í skipulagsskilmálum með tilliti til blandaðrar byggðar sem svari fjölbreyttum þörfum íbúa.
Adda María Jóhannsdóttir
Svar

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdótir.

Þá tekur til máls Friðjófur Helgi Karlsson. Einnig tekur til máls Stefán Már Gunnlaugsson.

Einnig tekur til máls Helga Ingólfsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 greiddum atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun 2018-2026.