Húsnæðisáætlun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3430
7. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tillaga um að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu.
Svar

Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um húsnæðisstefnu og felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að vinna að erindisbréfi þar um. Erindisbréfið verði tekið fyrir í fjölskylduráði og skipulags- og byggingaráði.

Fulltrúar Samfylkingar og VG leggja áherslu á að ekki dragist að grípa til aðgerða vegna húsnæðisvanda sem við blasir og bitnar á fjölda fjölskyldna í bænum. Því er mikilvægt að tillaga sem liggur fyrir bæjarráði um viðræður við Alþýðusamband Íslands verði tekin til afgreiðslu hið fyrsta óháð starfshópi sem hér er lagt til að verði stofnaður og fjalli um húsnæðisstefnu almennt.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks bóka: Tilgangur tillögunnar er einmitt að draga saman ólík verkefni sem snerta húsnæðismál í bænum og skapa heildarmynd sem greiði fyrir ákvarðanatöku, alls ekki tefja.