Lóðir í Skarðshlíð
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3432
19. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir á ný. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins og Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar komu á fundinn. Einnig kom á fundinn Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður.
Svar

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja formlegar viðræður við ASÍ um uppbyggingu leiguhúsnæðis byggt á fyrirliggjandi frumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra. Bæjarstjóra er jafnframt falið að vinna áfram með þá hugmynd um almennar leiguíbúðir sem hann kynnti á fundinum.

Fundarhlé gert kl. 10:10.
Fundi fram haldið kl. 10:15

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

Mikilvægt er að þær hugmyndir sem bæjarstjóri kynnti á fundinum um aðkomu fyrirtækja sem rekin eru á grundvelli hagnaðarsjónarmiða að slíkri uppbyggingu séu skoðaðar án tillits til samstarfs við ASÍ og að sú skoðun verði ekki til þess að tefja framgang þessa brýna verkefnis.

Bæjarstjóri lagði fram svohljóðandi bókun:

Rétt er að fram komi að hér er um grundvallar misskilng að ræða, sem fram kemur í bókun fulltrúa Samfylkingar og VG. Það kom skýrt fram í kynningu minni að hugmyndin fellur vel að frumvarpi félagsmálaráðherra um uppbyggingu á leiguíbúðum af félögum sem ekki er heimilt að greiða út arð. Hugmyndin fellur einnig vel að því fyrirkomulagi sem ASÍ kynnti á fundinum um rekstur leiguíbúða og aðkomu ASÍ að þeim verkefnum.