Þéttingarsvæði, deiliskipulag
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 765
8. september, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga um að hafin verði deiliskipulagsvinna vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og breytinga á deiliskipulagi Óla Run túns og Þorlákstúns.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi Hvaleyrarholts suðausturs vegna þéttingu byggðar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka mikilvægi grænna svæða í Hafnarfirði sem stuðla að bættri lýðheilsu, útivist og gæðum byggðar. Með nýrri byggð á Óseyrarsvæðinu mun íbúum svæðisins fjölga og um leið eykst þörfin eftir grænum svæðum. Samfylkingin leggur til að stofnaður verði starfshópur sem skoði möguleika umræddra svæða í samráði við íbúa Hafnarfjarðar og aðra hagaðila. Starfshópurinn skoði tvo valkosti: útivistarsvæði og sambland að útivistarsvæði og íbúðabyggð en sérstaklega hvernig styrkja megi svæðin með gróðri, leiksvæðum og aðstöðu til útivistar. Starfshópurinn skili niðurstöðum sínum fyrir lok árs.