Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Bæjarstjórn nr. 1893
31. ágúst, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25.ágúst sl. 3. liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 23. ágúst sl.
Fyrir fundinum liggja upplýsingar um notendastýrða persónulega aðstoð. Fjölskylduráð samþykkir að tímagjald NPA samninga í Hafnarfirði taki mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar. Breytingin verður afturvirk og taki mið af kjarasamningi Eflingar og NPA miðstöðvarinnar frá 1. janúar 2022.
Málinu er vísað til viðaukagerðar og til samþykktar í bæjarráði.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá og áheyrnafulltrúi Viðreisnar tekur undir bókun Fjölskylduráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna því að þetta mál hafi loksins verið samþykkt í fjölskylduráði með atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og Samfylkingar. Samfylkingin hefur lengi barist fyrir því að notendur NPA í Hafnarfirði sitji við sama borð og notendur í öðrum sveitarfélögum þar sem stuðst er við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi samninganna. Þeir útreikningar byggja á kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA notenda. Það er hins vegar mjög bagalegt hversu langan tíma það hefur tekið að ná fram þessari niðurstöðu. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samfylkingin leggur fram svohljóðandi bókun:
Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar fagna þessum endurbótum og lagfæringum á taxta NPA og styðja þessa hækkun framlaga til þessarar mikilvægu þjónustu. Það er athyglivert en fagnaðarefni, að fulltrúar Framsóknarflokksins og nú Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði samþykki þessa réttarbót, sem Samfylkingin hefur barist fyrir síðustu misseri.
Viðreisn leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Viðreisnar fagnar þessari sjálfsögðu réttarbót og sinnaskiptum meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Svar

Til máls tekur Valdimar Víðisson. Einnig tekur til máls Árni Rúnar Þorvaldsson og Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls öðru sinni. Einnig tekur Stefán Már Gunnlaugsson.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs og þá um leið fyrirliggjandi viðauka.

Fulltrúar Samfylkingarinnar koma að svohljóðandi bókun:

Samfylkingin fagnar sinnaskiptum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks i þessu mikilvæga réttlætismáli fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa undanfarin ár barist fyrir þessari niðurstöðu en hingað til talað fyrir daufum eyrum meirihlutans. Ánægjulegt var því að Framsóknarflokkurinn hafi snúist á sveif með Samfylkingunni á síðasta fundi fjölskylduráðs og Sjálfstæðisflokkurinn hafi svo fylgt í kjölfarið á fundi bæjarráðs. Við fögnum þessari niðurstöðu í dag en bagalegt er hversu langan tíma það hefur tekið meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk að fallast á jafn sjálfsagða réttarbót fyrir fatlað fólk og hér um ræðir.