Reykdalsfélagið, rafminjasafn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3434
19. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir bókun menningar- og ferðamálanefndar frá 3.maí sl. Björn Pétursson kom og kynnti verkefnið. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Þar sem ekki er fjármagn til verkefnisins í áætlun yfirstandandi árs leggur nefndin til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Við fjárhagsáætlunargerðina er mikilvægt að haft sé í huga að um verði að ræða viðbótarfjárframlag þar sem ekki er hægt að taka féð af því fjármagni sem varið er til menningarmála í dag. Nefndin telur mikilvægt að við fjármögnun verkefnisins verði möguleg þátttaka annarra aðila en bæjarins könnuð.
Svar

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess sem fram kemur í bókun menningar- og ferðamálaráðs frá 3. maí 2016 að við fjármögnun verkefnisins verði könnuð möguleg þátttaka annarra aðila en bæjarins .