Málefni leik- og grunnskóla, umræður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1755
11. nóvember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Áhrif tillagna til fjárhagsáætlunar á starfsemi leik- og grunnskóla í Hafnarfirði.
Svar

Adda María Jóhannsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson tók til máls. Kristinn Andersen kom til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Kristinn Andersen kom til andsvars öðru sinni. Gunnar Axel Axelson kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Stutt athugasemd kom frá Gunnari Axel Axelssyni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom til andsvars. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir kom að stuttri athugasemd. Einar Birkir Einarsson tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. Einar Birkir Einarsson svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars öðru sinni. Einar Birkir Einarsson svarar andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir tók til máls. Einar Birkir Einarsson kom til andsvars. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svarar andsvari. Gunnar Axel Axelsson kom til andsvars. 2. varaforseti Kristinn Andersen tók við fundarstjórn. Guðlaug Kristjánsdóttir kom í andsvar. Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir kom til andsvars öðru sinni. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við fundarstjórn að nýju. Adda María Jóhannsdóttir tók til máls öðru sinni Helga Ingólfsdóttir kom til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari. Til andsvars öðru sinni kom Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.

Gunnar Axel Axelsson óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG:

Fulltrúar minnihlutans hafa gagnrýnt fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun og skort á eðlilegri umræðu og umfjöllun. Við höfum lagt áherslu á aðkomu bæjarbúa að umræðunni og mikilvægi þess að horft sé til fleiri þátta en hagrænna áhrifa eingöngu. Teljum við að með því að horfa fram hjá ýmsum þeim áhrifaþáttum sem hér hafa verið til umræðu i dag og bæjarfulltrúar eru sammála um skipti máli, verði ekki tryggt að ákvarðanir bæjarstjórnar verði upplýstar og til þess fallnar að skila bestu mögulegu niðurstöðu.
Í tillögum til fjárhagsáætlunar er að finna fjölmargar breytingar á starfsemi- og þjónustu leik- og grunnskóla sem varða kjör og aðstæður fjölskyldna í Hafnarfirði. Í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir fækkun leikskólaplássa, lokun rekstrareininga og niðurskurði í kennsluúthlutun til leik- og grunnskóla.
Nú liggja fyrir upplýsingar um væntan sparnað af fækkun leikskólaplássa, sem og hagræðingu vegna mögulegrar lokunar reiktrareininga. Við endanlega ákvörðun verður bæjarstjórn að horfa til ólíkra leiða og mismunandi áhrifa þeirra á kjör barna og foreldra í viðkomandi skólahverfum. Auk hins þrönga fjárhagslega sjónarhorns verður að horfa til annarra áhrifaþátta og óáþreifanlegra verðmæta sem felast í starfsemi þeirra leikskóla sem starfandi eru í dag og byggja sumir á ára og áratugalöngu faglegu uppbyggingarstarfi. Horfa verður til þeirra sjónarmiða sem foreldrar hafa vakið athygli bæjarstjórnar á og lagt áherslu á í innsendum erindum, meðal annars um þann mikla mun sem er á framboði leikskólaplássa eftir hverfum. Verður bæjarstjórn þannig að skilgreina markmið sín á breiðari grundvelli og með hagsmuni barna og foreldra í forgrunni.
Vonumst við til að samstaða geti orðið um það í bæjarstjórn að rýna þær tillögur sem fyrir liggja betur, kalla eftir fleiri sjónarmiðum og tryggja aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila að mótun endanlegrar áæltunar.

Rósa Guðbjartsdóttir óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

Því er vísað á bug að skort hafi á eðlilega umfjöllun um fjárhagsáætlun ársins 2016. Við þennan dagskrárlið hér hefur sérstaklega verið fjallað um fjárhagsáætlun fræðsluráðs og skal bent á að ítrekaðir fundir hafa verið haldnir með kjörnum fulltrúum ráðsins vegna þeirrar vinnu. Þess ber að geta að á fundum fræðsluráðs eiga foreldrar, leik- og grunnskólastjórar og fleiri sína fulltrúa. Á umræddum fundum hafa fulltrúar minnihlutans ekki lagt fram neinar tillögur til hagræðingar í rekstri sviðsins. Vel hefur verið gerð grein fyrir þeim forsendum sem liggja að baki tillögu um lokun þeirrar starfsstöðvar leikskólans Brekkuhvamms sem gengur undir heitinu Kató. Í vetur eru 24 börn í þessari starfsstöð og af þeim munu 10 börn færast upp í grunnskóla næsta vetur. Fyrir þau börn sem annars hefðu farið í þessa starfsstöð er rými í tveimur nálægum leikskólum.
Áframhaldandi starfræksla starfsstöðvarinnar mundi kosta um 43 milljónir króna á ári og þá er kostnaður við hús, lóð og búnað ekki meðtalinn. Fyrir liggur að þessi kostnaður mundi samsvara hækkun dvalargjalda í bænum um 11%, sem komist verður hjá með fyrirliggjandi aðgerðum.