Skipulagsbreytingar á fjármála- og stjórnsýslusviði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3417
8. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
Minnisblað lagt fram.
Svar

Fundarhlé gert kl. 12:45
Fundi fram haldið kl. 13:00

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar gera það að tillögu sinni að bæjarráð samþykki fyrir sitt leyti þær breytingar sem fram koma á minnisblaði bæjarstjóra.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd upplýsingamála sveitarfélagsins án þess að þeim fylgi rökstuðningur eða haft hafi verið samráð um þær við bæjarráð.

Mikilvægt er að almenningur geti treyst því að upplýsingagjöf opinberra aðila, s.s. sveitarfélaga byggi á hlutlausum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum hagsmunum þeirra sem eru við völd á hverjum tíma. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið og hafa leitt til starfsloka upplýsingafulltrúa bæjarins er að okkar mati stigið skref í þá átt. Teljum við það ekki vera í hag bæjarbúa og eðlilegra að okkar mati að fulltrúar meirihlutans kæmu hreint fram í málinu ef vilji þeirra stendur til þess að ráða póltískan aðstoðarmann við hlið bæjarstjóra.





Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylkingin
    Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlegar athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd upplýsingamála sveitarfélagsins án þess að þeim fylgi rökstuðningur eða haft hafi verið samráð um þær við bæjarráð.