Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 591
23. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar er að grunni til frá 2001, með seinni tíma breytingum. Tímabært er með vísan í breyttar áherslur í m.a umferða og skipulagsmálum að taka skipulagið til endurskoðunar.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna greinagerð í samvinnu við Miðbæjarbæjarsamtökin m.t.t. endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarins og með hliðsjón af skýrslu þéttingarhóps og starfshóps um Flensborgarhöfn. Taka skal mið af svæði sem afmarkast af Vikingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að Safnahúsum við Vesturgötu. Höfnin skilgreinir hin vestari mörk svæðisins.