Íþróttafélög, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1808
15. ágúst, 2018
Annað
Svar

Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir. Einnig tekur til máls Guðlaug Kristjánsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir. Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Til máls öðru sinni tekur Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Rósa Gubjartsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir tekur máls og kemur að eftirfarandi fyrirspurnum:

Sveitarstjórnarlög kveða meðal annars á um ábyrga meðferð bæjarfulltrúa á fjármunum sveitarfélagsins en í 65 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir m.a. eftirfarandi: „Sveitarstjórn skal gæta ábyrgðar við meðferð fjármuna sveitarfélagsins og varðveita fjármuni með ábyrgum hætti...“

Eitt af þeim húsum á Kaplakrika sem nú er fyrirhugað að kaupa (íþróttahús) er talið hafa verið gefið FH af bæjarstjórn árið 1989. Samkvæmt samkomulagi sem gert var þar um var gert ráð fyrir að ýmis skilyrði yrðu uppfyllt frá og með árinu 2005, sem virðist síðan ekki hafa verið gert. Hinn eiginlegi gjafagjörningur hefur þannig ekki farið fram og er húseignin enn færð sem eign bæjarsjóðs í bókum sveitarfélagsins, að 80% hluta. Ljóst er miðað við það að hinn meinti gjafagjörningur hefur ekki verið gjaldfærður í bókum bæjarins. Komi til þess nú að bærinn kaupi húsnæðið að fullu þarf m.a. að gjaldfæra gjafagjörninginn.

Gangi ætlan meirihlutans eftir í þessu máli óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta svara við því hvernig ætlunin sé að mæta útgjöldum vegna þessa meinta gjafagjörnings upp á hundruð milljóna króna í ársreikningi sveitarfélagsins 2018 þannig að ekki verði halli á rekstri A hluta bæjarsjóðs. Einnig er óskað svara við því hvernig þessi fyrirhuguðu kaup á eigin eign eru talin samræmast 65. gr. sveitarstjórnarlaga um ábyrga meðferð fjármuna sveitarfélagsins.
Svara er óskað eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar

Samkvæmt upplýsingum frá fyrrverandi forseta bæjarstjórnar var utanaðkomandi lögfræðingur að vinna að minnisblaði varðandi framangreint samkomulag við FH í lok síðasta kjörtímabils fyrir sveitarfélagið.

Með vísan til þess óska undirritaðir bæjarfulltrúar minnihluta bæjarstjórnar eftir að þetta minnisblað verði lagt fram, eigi síðar en fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Adda María Jóhannsdóttir
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
Jón Ingi Hákonarson
Sigrún Sverrisdóttir