Íþróttafélög, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3434
19. maí, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Geir Bjarnason íþróttafulltrúi og Andri Ómarsson verkefnastjóri komu á fundinn.
Svar

Fundarhlé gert kl. 8:51.
Fundi fram haldið kl. 9:04.

Fundarhlé gert kl. 9:16.
Fundi fram haldið kl. 9:27.

Gerð grein fyrir stöðu málsins og bæjarstjóra falið að halda áfram vinnslu þess.

Fullrúar Samfylkingar og VG leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir því að bæjarstjóri geri formlega grein fyrir og leggi fram þau gögn sem hann hefur nú þegar undir höndum um aðkomu bæjarins að fjármögnun og rekstri tveggja knatthúsa á Kaplakrika. Það sama á við um gögn sem tengjast fjármögnun bæjarins á nýju íþróttahúsi við Ásvelli. Eðlilegt er að þær upplýsingar liggi fyrir og séu bæjarbúum aðgengilegar.