Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 587
15. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið. Skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í tillöguna á fundi sínum þann 22. september sl. eins og hún lá fyrir þá, þar sem hún gengur á óraskað hraun og gróður vegna staðsetningar og fjölda bílastæða. Einnig lagt fram bréf Skógræktarfélags Hafnarfjarðar dags 02.12.2015.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirliggjandi tillögu, vekur athygli umsækjanda á umsögn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og beinir því jafnframt til þeirra að aðlaga tillöguna betur að umhverfinu. Einnig þarf að gera betur grein fyrir bílastæðaþörf. Berglind Guðmundsdóttir mætti á fundinn vegna þessa máls.