Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 697
25. febrúar, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 17. desember 2019 var samþykkt breyting á deiliskipulagi athafnasvæðis Sörla við Kaldárselsveg þar sem gerð var m.a. tillaga að breytingu á byggingarreit reiðhallarinnar, fjölgun lóða fyrir minni hesthús við Fluguskeið og Kaplaskeið og breytingar á númerum húsa og lóðastærðum ásamt uppfærðri skilmálatöflu. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 8. janúar 2020. Tillagan var auglýst frá 13. janúar - 24. febrúar 2020. Opinn kynningarfundur var haldinn 11. febrúar að Norðurhellu. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.