Vesturgata 18-20, lóðarskipulag
Vesturgata 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 590
9. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 8. september sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Send var út grenndarkynning með athugasemdarfresti til 16. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Haldinn var íbúafundur í kjölfarið til nánari útskýringar. Lögð fram drög að svörum vegna athugasemda.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ljúka deiliskipulagsbrreytingunni í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Vesturgötu 18- 20 og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010."Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 122862 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001618