Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag
Hellubraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 606
4. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn.
Með bréfi dags. 14.07.2016 óskuðu eigendur Hamarsbrautar 8 eftir fresti til að skila inn athugasemdum til 16.09. n.k. Orðið var við þeirri beiðni. Athugasemdir bárust frá fimm aðliggjandi húsum við Hellu- og Hamarsbraut með bréfi dags. 23.09.2016..
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032501