Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag
Hellubraut 7
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1773
26. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 18.okt.sl. Tekið fyrir á ný erindi Gunnars Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, sem óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn. Athugasemdir bárust með bréfi dags. 23.09.2016.
Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna umsögn um athugasemdirnar. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17.10.2016.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulgsfulltrúar dags. 17.10. 2016 fyrir sitt leyti með þeim ábendingum sem komu fram á fundinum og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henn i verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjarsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Margrét Gauja Magnúsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Stutta athugasemd gerir bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir.

Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.

Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Fundarhlé kl. 14:36. Fundi framhaldið kl. 14:59.

Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar leggur fram sameiginlega tillögu bæjarstjórnar um að málinu verði frestað til næsta fundar.

Framlögð tillaga samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120817 → skrá.is
Hnitnúmer: 10032501