Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1754
28. október, 2015
Annað
‹ 5
6
Fyrirspurn
3.liður úr fundargerð BÆJH frá 22.okt. sl. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs kom á fundinn.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs undir fundarstjórn forseta. Gunnar Axel Axelsson lagði til að fresta umræðu um fjárhagsáætlun um viku.
Fundarhlé gert kl. 17:50
Fundi framhaldið kl. 18:18

Forseti bar upp þá dagskrártillögu að fresta umræðu um fjárhagsáætlun um viku.
Óskað var eftir nafnakalli:
Gunnar Axel Axelsson já
Adda María Jóhannsdóttir já
Einar Birkir Einarsson nei
Helga Ingólfsdóttir nei
Kristinn Andersen nei
Ófeigur Friðriksson já
Ólafur Ingi Tómasson nei
Skarphéðinn Orri Björnsson nei
Sverrír Garðarson já
Unnur Lára Bryde nei
Guðlaug Kristjánsdóttir nei

Framkomin dagskrártillaga var felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Ófeigur Friðriksson tók til máls og lagði fram bókun fulltrúa minnihlutans:
Fulltrúar minnihlutans lögðu til á fundi bæjarstjórnar þann 16. september sl. að settir yrðu á samráðshópar á hverju sviði með þátttöku fulltrúa starfsmanna, þjónustunotenda og hagsmunaaðila til að yfirfara tillögur ráðgjafafyrirtækjanna sem ráðin voru til þess að gera úttekt á rekstri bæjarins. Markmiðið með tillögunni var að tryggja almenna og lýðræðislega umfjöllun og auka samráð um gerð fjárhagsáætlunar. Þeirri tillögu höfnuðu fulltrúar meirihlutans.

Með því að leggja fram áætlun sem enga umfjöllun hefur fengið í þeim ráðum og nefndum sem fara með viðkomandi málaflokka og takmarka alla upplýsingagjöf til bæjarstjórnar og um leið bæjarbúa teljum við augljóst að meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks ætli að koma í veg fyrir eðlilega og lýðræðislega umræðu um stefnumótun í málefnum sveitarfélagsins.

Með vinnubrögðum sínum gerir meirihlutinn undirrituðum bæjarfulltrúum ókleift að taka þátt í umræðunni og gegna þeim skyldum sem við erum kjörin til, m.a. til aðhalds og eftirlits.

Undir þetta rita:
Gunnar Axel Axelsson
Adda María Jóhannsdóttir
Sverrir Garðarsson
Ófeigur Friðriksson


Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri kom í andsvar. Kristinn Andersen 2. varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Sverrir Garðarson tók til máls. Kristinn Andersen tók til máls og lagði fram bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
Drög að fjárhagsáætlun hafa verið unnin af kostgæfni og eru nú lögð fram tímanlega eins og lög gera ráð fyrir. Sérstaklega er starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar þökkuð mikil og góð undirbúningsvinna fyrir þau drög sem liggja fyrir. Nú taka kjörnir fulltrúar við frekari vinnslu og gerð endanlegrar fjárhagsáætlunar, í nefndum og ráðum bæjarins, sem ljúka skal fyrir miðjan desember. Á þeim tíma mun m.a. bæjarstjóri boða til íbúafundar í Hafnarfirði til að ræða og fara yfir rekstur og fjárhag bæjarins. Gott svigrúm gefst því fyrir þá vinnu sem nú fer í hönd.



Sverrir Garðarson tók til máls. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls. Sverrir Garðarson kom í andsvar.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016 til síðari umræðu
með 7 atkvæðum, 4 sitja hjá.