Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3436
14. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Rekstrartölur janúar - apríl 2016 lagðar fram.
Rósa Steingrímsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætir á fundinn.
Bókanir og gagnbókanir
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks fagnar jákvæðri niðurstöðu árshlutauppgjörs sem lögð var fram á fundinum, sem er í fullu samræmi við áætlun. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar mun áfram sýna ábyrga fjármálastjórnun meðal annars með áherslu á að greiða niður lán og fjármagna nýframkvæmdir án þess að stofna til nýrra skulda, jafnframt því að viðhalda og bæta þjónustu við bæjarbúa.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks fagnar því að fulltrúar minnihlutans taki undir áherslur meirihlutans á lækkun gjalda á íbúa bæjarins. Tillagan um lækkun fasteignaskatta er að mörgu leyti áhugaverð þótt hún byggi á grundvallarrangtúlkun eins og hún er lögð fram. Enda hafa álögur á fasteignir íbúa Hafnarfjarðar alls ekki hækkað milli ára, nema síður sé.
  • Samfylking
    Það er óumdeilt og ekki rangtúlkun að fasteignaskattar voru hækkaðir úr 0,28% í 0,34% við gerð fjárhagsáæltunar í desember 2015. Á sama tíma hefur fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkað. Það gefur því auga leið að útgjöld heimila í Hafnarfirði hafa aukist í hlutfalli við hækkun á fasteignaskatti.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
    Aftur er ástæða til að leiðrétta þá rangtúlkun að gjöld á heimili hafi aukist. Það er alrangt. Meginreglan er að álögur á heimili eru óbreyttar, nema hvað þær lækka gagnvart elli- og örorkulífeyrisþegum.