Hellisgata 35-skúr í óleyfi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 580
23. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
Kvörtun beinist að girðingu og skúr á Hellisgötu 35 sem er fest við bílskúr í eigu Hranbrúnar 5 án leyfis húseiganda. Hinn 8.7.2015 bókaði skipulags- og byggingarfulltrúi: ?Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skúrs og girðingar skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.? Lögmenn eigandans óskuðu 20.7.2015 eftir fresti í 4 vikur til andmæla. Nú er sá frestur liðinn og ekkert hefur komið frá þeim.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda skúrsins frá og með 01.11.2015 verði skúrinn ekki fjarlægður fyrir þann tíma.