Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstað
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1748
24. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri kynnir skýrsluna og efni hennar með glærusýningu til frekari útskýringa. Tekur um 45 mínútur.
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls vegna fundarskapa.

Gunnar Axel Axelsson kom að athugasemd vegna fundarskapa.

Fundarstjóri óskaði þessu næst eftir samþykki fundarins til framkvæmd þessa dagskrárliðar yrði eins og kynnt er í fyrirliggjandi dagskrá.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þá tilhögun með 7 atkvæðum.

Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir hjásetu sinni.

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók þá til máls.

Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

"Ólíkt því sem skilja mátti af fundarboði bæjarstjórnar er framlögð skýrsla ekki hluti af þeirri rekstrarúttekt sem bæjarstjórn samþykkti að fela ráðgjafarfyrirtækinu R3 framkvæmd á þann 29. október á síðasta ári og átti að ljúka með framlagningu skýrslu í febrúar sl. með óháðri greiningu á núverandi stöðu, ábendingum og tillögum.

Þrátt fyrir að engin tillaga hafi verið samþykkt þess efnis að fela starfandi bæjarstjóra það verkefni að vinna hluta þessarar vinnu er hér lögð fram skýrsla í hans nafni með þeim formerkjum að um óháða greiningu á stöðunni sé að ræða.

Eitt af því sem þótti mikilvægt að gera síðustu ár til að byggja upp traust og skapa umræðugrundvöll um fjármál sveitarfélarfélagsins var að láta framkvæma reglulega óháða greiningu á fjárhags þess og lánshæfi. Slík greining fór fram á síðustu árum og var síðast birt í mars 2014 þegar lánshæfiseinkunn bæjarins var hækkuð um þrjá flokka. Stórbætt lánshæfismat byggði á farsælli endurskipulagningu í rekstri og hagstæðri niðurstöðu fyrsta áfanga endurfjármögnunar. Af matsskýrslunni árið 2014 má ætla að lánhæfiseinkunin myndi hækka enn frekar að síðasti áfanga þess verkefnis loknum.
Samhliða tillögu nýs meirihluta um að fá ráðgjafafyrirtækið R3 til að framkvæma rekstrarúttekt á sveitarfélaginu lagði bæjarstjóri hins vegar til að ekki yrði framkvæmd slík óháð lánshæfisgreining á bæjarsjóði á árinu 2015 líkt og staðið hafði til. Að óbreyttu er því útlit fyrir að engin óháð greining verði framkvæmd á fjárhagstöðu og lánshæfismati sveitarfélagsins á þessu ári.
Þrátt fyrir að á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar sé tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar liggur ekkert fyrir um hvenær meirihlutinn ætlar að birta skýrslur hinna óháðu greiningaraðila sem áttu samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar að liggja fyrir í febrúar sl."