Menningar- og ferðamálanefnd - 247
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3409
18. júní, 2015
Annað
‹ 15
16
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 8.6. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 16.2. 1506085 - Leiðarendi. Ósk um teljara. Lagt fram erindi frá Árna. B. Stefánssyni þar sem hann óskar eftir að Hafnarfjarðarbær setjo upp teljara við hellinn Leiðarenda. Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að kanna málið með Umhverfis- og framkvæmdasviði. 16.4. 1506086 - Bókasafn Hafnarfjarðar, nýr forstöðumaður Greint frá því að Óskar Guðjónsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar. Óskar mun hefja störf í byrjun ágúst. Nefndin býður Óskar velkomin til starfa og þakkar fráfarandi forstöðumanni Önnu Sigríði Einarsdóttur fyrir frábær störf í þágu bæjarfélagsins í yfir 30 ár. 16.5. 1504066 - Víkingahátíð 2015 Greint frá því að Víkingahátíð hefst 12. júní nk. Er þetta í 20 skipti sem hátíðin er haldin. 16.6. 1506133 - Krýsuvík, úthlutun til ferðamannastaða úr ríkissjóði Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar fagnar því að ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja töluverða fjármuni til uppbyggingar fjölsóttra ferðamannastaða. Nefndin bendir þó á að háhitasvæðið við Seltún, sem er í eigu og umsjón Hafnarfjarðarbæjar, er afar fjölsóttur ferðamannastaður og óskar eftir samstarfi við ríkið um nauðsynlega uppbyggingu staðarins. Áætlað er að um 150.-200.000 gestir sæki Seltún heim árlega en af þeim fjölda koma fæstir við í Hafnarfjarðarbæ og því ekki um óbeinar tekjur bæjarins að ræða af svæðinu. Nefndin leggur áherslu á að uppbygging á Seltúnssvæðinu verði sérstaklega könnuð og þá með styrk frá ríki til nauðsynlegra framkvæmda.