Tjarnarvellir 3, breyting
Tjarnarvellir 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 563
27. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
JFK fasteignir ehf. sækja 26.58.2015 um breytingu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 20.5.2015.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 hafa verið uppfyllt. - Vakin er athygli ákvæðis fyrir miðsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015: "Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar, er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum í miðbænum gegn greiðslu sérstaks gjalds." Einnig vísast til ákvæðis í deiliskipulagi svæðisins varðandi bílastæði: "Bílastæði eru utan lóða, ... og til sameiginlegra afnota... Hafnarfjarðarbær framkvæmir og viðheldur bílastæðunum. Lóðarhafi greiðir stofnkostnað /bílastæðagjald fyrir bílastæði í samræmi við þann fjölda bílastæða sem honum ber að útvega, miðað við stærð og notkun húss, sbr. gr. 3.1.4. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Viðhaldskostnaður verður reiknaður með fasteignagjöldum, samkvæmt nánari ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni."
13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010:
Útgáfa byggingarleyfis.
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.-
2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. M.a. leiðrétt skráningartafla.
3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 201771 → skrá.is
Hnitnúmer: 10088645