Veiðigjöld, 692.mál, lagafrumvarp, umsögn.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3407
21. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 13. maí sl. "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps til breytinga á lögum um veiðigjöld (692.mál)og gerir hana að sinni."
Gert var stutt fundarhlé.
Svar

Bæjarráð samþykkti með 3 atkvæðum gegn 2 að fresta afgreiðslu málsins.

Gert var stutt fundarhlé.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögð fram eftirfarandi bókun:
"Tillagan sem hér liggur fyrir var lögð fram með eðlilegum fyrirvara fyrir bæjarstjórnarfund þann 13. maí sl. Þar ákvað meirihluti Bjartrar framtíðar og sjálfstæðisflokks að vísa tillögunni til afgreiðslu í bæjarráði.
Það frumvarp sem liggur fyrir Alþingi er ekki til þess fallið að skapa sátt í samfélaginu og uppfylla skilyrði um að arður af nýtingunni renni til þjóðarinnar, að nýting fiskimiðanna sé sjálfbær, að greinin njóti góðra skilyrða til að skila hagnaði og að nýir aðilar geti haslað sér völl í sjávarútvegi.
Um það fjallar umsögn Reykjavíkurborgar sem samþykkt var samhljóða í borgarráði þann 5. maí sl. og gerð var tillaga um í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að tekið væri undir. Ef fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í bæjarráði Hafnarfjarðarbæjar eru ekki sammála þeim sjónarmiðum sem þar koma fram er eðlilegt að þeir láti þá afstöðu í ljós við afgreiðslu tillögunnar í stað þess að reyna að drepa málinu frekar á dreif og fresta aftur afgreiðslu þess.
Ítrekaðar tilraunir fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks til að komast undan afgreiðslu tillögunnar eru engum til sóma og varla til marks um bætt samskipti og betri stjórnmál.
Það er ekki líklegt til þess að auka traust á störfum bæjarstjórnar að fulltrúar meirihlutans leggi svo mikið á sig sem raun ber vitni í þeim tilgangi að hefta lýðræðislega umfjöllun um stór og mikilvæg mál. Frumforsenda þess að hægt sé að auka traust og virðingu fyrir bæjarstjórn og stjórmálunum almennt hlýtur að byggjast meðal annars á því að borin sé virðing fyrir sjálftæðum tillögurétti kjörinna fulltrúa og þeim leikreglum sem gilda um meðferð og afgreiðslu þeirra sé fylgt."