Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 588
12. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna.
Svar

Í ljósi greiningar á bílastæðum samþykkir skipulags- og byggingarráð framlagða tillögu að deiliskipulagi um fjölgun bílastæða við Bæjarhraun og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna tillöguna áfram með það að leiðarljósi að kostnaður við gerð bílastæðanna lendi ekki á Hafnarfjarðarbæ.