Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar, notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3409
18. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju fyrirspurn bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna varðandi notkun á heimasíði Hafnarfjarðarbæjar.. Upplýsingafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir vinnu við uppfærslu á heimasíðunni.
Svar

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ítreka fyrri athugasemdir við það að opinber upplýsingasíða bæjarins sé notuð af fulltrúum meirihlutans í pólitískum tilgangi líkt og fjölmörg dæmi eru um undanfarið ár. Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar á að þjóna því meginhlutverki að vera veita upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu sveitarfélagsins. Vilji bæjarfulltrúar koma sjónarmiðum sínum, hugmyndum og tillögum á framfæri teljum við eðlilegt að þeir noti annan vettvang til þess."