Stofnun grunnskóla, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3438
30. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á 3436. fundi bæjarráðs 14.06.2016 óskuðu fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna svars við eftirfarandi fyrirspurn: Hvernig var staðið að undirbúningi að gerð þjónustusamnings við þriðja aðila um framkvæmd umræddrar þjónustu fyrir hönd sveitarfélagsins og hvernig voru skilyrði laga um opinber innkaup uppfyllt, m.a. um jafnræði og tækniforskrift? Tilkynnti Hafnarfjarðarbæjar tímanlega og með formlegum hætti um hvaða þjónustu sveitarfélagið vildi kaupa af þriðja aðila, sbr. ákvæði laga um opinber innkaup, jafnvel þó svo að ekki hafi verið um að ræða eiginlegt útboðsferli? Hvar var sú tilkynning sett fram, hvenær og hvert var innihald hennar með tilliti til þeirra skilyrða og viðmiða sem horft var til við mat og ákvörðun um samstarfsaðila og ætlast er til að opinberir aðilar upplýsi um áður en slíkir samningar eru gerðir? Þrátt fyrir að fella megi gerð þjónustusamnings um rekstur skóla undir undanþágukvæði laga um opinber innkaup og ekki sé gert ófrávíkjanleg krafa um að útboð sé viðhaft, kom ekki til greina að viðhafa engu að síður slíkt ferli? Í ljósi þess að ekkert eiginlegt innkaupaferli virðist hafa átt sér stað fyrir gerð umrædds þjónustusamnings, telur bæjarstjóri það eðlileg og jafnvel ákjósanleg vinnubrögð við gerð samninga af þessu tagi sem fjalla um viðskipti upp á tugi og jafnvel hundruða milljóna króna og umtalsverða hagsmuni væntanlegra þjónustunotenda að semja við aðila eingöngu á grundvelli innsendra erinda frá óstofnuðu hlutafélagi, jafnvel þó svo að viðkomandi aðilar hafa aldrei komið að slíkum rekstri áður?
Lagt fram minnisblað.
Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og Fanney Dóróthe Halldórsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs mæta á fundinn.
Svar

Kristinn Andersen vék hér af fundi.


Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við hversu seint þessar upplýsingar eru framkomnar. Af umræðu um stofnun nýs grunnskóla mátti ljóst vera að upplýsinga var óskað áður en málið kæmi til afgreiðslu í bæjarstjórn þann 22. júní sl. Við gerum einnig athugasemd við þau svör sem hér eru lögð fram en með þeim er einungis hluta fyrirspurna okkar frá 14. júní sl. svarað. Í samræmi við IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011 um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna er það skýlaus réttur kjörinna fulltrúa að óska eftir upplýsingum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í sínum störfum. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að einungis sé svarað hluta þeirra spurninganna sem lagðar voru fram af fulltrúum minnihlutans.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við hversu seint þessar upplýsingar eru framkomnar. Af umræðu um stofnun nýs grunnskóla mátti ljóst vera að upplýsinga var óskað áður en málið kæmi til afgreiðslu í bæjarstjórn þann 22. júní sl. Við gerum einnig athugasemd við þau svör sem hér eru lögð fram en með þeim er einungis hluta fyrirspurna okkar frá 14. júní sl. svarað. Í samræmi við IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011 um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna er það skýlaus réttur kjörinna fulltrúa að óska eftir upplýsingum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í sínum störfum. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að einungis sé svarað hluta þeirra spurninganna sem lagðar voru fram af fulltrúum minnihlutans.