Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun
Stapahraun 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1772
12. október, 2016
Annað
Fyrirspurn
Afgreiðslu frestað á fundi bæjarstjórnar 28.sept. sl. 17.liður úr fundargerð SBH frá 4.okt. sl. Deiliskipulag lóðanna við Stapahraun 11-12 í Hafnarfirði.
Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 9.6.2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.6.2016 og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 14.7.2016 að auglýsa tillögu að deililskipulagi Stapahrauns 11 - 12 á ný með vísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að lóðirnar Stapahraun 11 og 12 verða sameinaðar og götustæði styttist. Nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75. Tillagan var auglýst frá 20.07.2016-31.08.2016. Viðbótarfrestur var veittur til að koma á framfæri athugasemdum. Viðbótarfrestur rann út þann 27. sept s.l. Engar athugasemdir bárust. Tillagan hafði verið auglýst áður frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst þá.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa frá 4.3.2016, málsmeðferð vegna bréfs Skipulagsstofnunar frá 9.6.2016 og leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að henni verði lokið skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 samhljóða atkvæðum.