Hinseiginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1743
15. apríl, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga: "Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til við bæjarstjórn að farið verði í átak í eflingu hinseginfræðslu og -ráðgjöf í grunnskólum Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær leitist við að gera samstarfssamning við Samtökin "78 um þróun námsefnis fyrir öll stig grunnskóla, frá 1. til 10. bekkjar og sérfræðingar Samtakanna haldi námskeið fyrir alla starfsmenn grunnskóla Hafnarfjarðar. Nemendum í unglingadeildum grunnskóla verði sömuleiðis gert kleift að sækja einstaklingsráðgjöf hjá sérfræðingum Samtakanna án endurgjalds."
Svar

Eva Lín Vilhjálmsdóttir tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir sem lagði til að fyrirliggjandi tillögun yrði vísað til fræðsluráðs.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók síðan til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Helga Ingólfsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom einnig að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari, Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir kom einnig að andsvari við upphaflegri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins að nýju.

Adda María Jóhannsdóttir tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók þá til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan, Eva Lín Vilhjálmsdóttir kom að andsvari við ræðu Guðlaug Kristjánsdóttir.

Helga Ingólfsdóttir tók síðan til máls, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.

Gert var stutt fundarhlé.

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu að afgreiðslu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur jákvætt í málið og vísar tillögunni til frekari útfærslu í fræðluráði."

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti tillögu forseta með 11 samhljóða atkvæðum.