Stjórn Hafnarborgar - 330
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3406
7. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 22. apríl sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 20.1. 0905207 - Hafnarborg, viðhald og framkvæmdir Rætt var um tvær framkvæmdir sem þegar hafa verið undirbúnar og stjórnin leggur áherslu á að komist til framkvæmda á næstunni. Í fyrsta lagi að gengið verði frá nauðsynlegum gögnum til að hægt sé að ljúka við umsókn um stofnstyrk sem senda á mennta- og menningarmálaráðuneyti og lýtur að úrbótum í geymslum. Í öðru lagi var rætt um breytingar á notkun rýmis á annarri hæð þannig að rými verið opnuð fyrir gestum til notkunar í tengslum við fræðslu og upplýsingargjöf einkum fyrir börn og fjölskyldur. Stjórnin áréttar mikilvægi þess að þessar framkvæmdir við geymslur tefjist ekki enn frekar þar sem mikil verðmæti séu nú varðveitt við óviðunandi aðstæður. Stjórnin áréttar jafnframt að við val á útfærslu hurða inn í fræðslurými verði lögð áhersla á að rýmið nýtist sem best og að framkvæmdin spilli ekki rýminu. 20.2. 1212184 - Sarpur Rætt var um ágreining safna við Myndstef og hugmyndir samtakanna um gjaldtöku fyrir aðgang að myndefni í safnmunaskrám. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ekki brugðist við rúmlega ársgömlu erindi safna um umræður um þetta mál. Til að ljúka málinu hvað varðar Hafnarborg hefur því verið samið um greiðslu fyrir þann aðgang sem safnið veitti á árinu 2014. Greitt verði með fyrirvara. 20.3. 0904225 - Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar Forstöðumaður kynnir stöðu mála varðandi viðhald og forvörslu útilistaverka. Verkið Hundrað ára einsemd eftir Sverri Ólafsson var tekið til gagngerrar lagfæringa í vetur og er nú aftur komið á sinn stað á Víðistaðatúni. Rætt var um stöðu mála varðandi flutning tveggja verka af Víðistaðatúni á hringtorg á Völlum. Skipulags- og byggingaráð hefur samþykkt tillögu stjórnar Hafnarborgar og lagt til tvö hringtorg. Framkvæmdaráð er með málið til umfjöllunar og beðið afgreiðslu og kostnaðargreining á þeim hluta framkvæmdarinnar sem liggur hjá framkvæmdasviði. Lagt er til að þar sem komið er fram á vor og ekki vitað hvenær framkvæmdasvið klári sinn hluta verkefnisins, verði því fé sem ætlað var til að laga þessi tvö verk á yfirstandandi ári fremur varið í að laga önnur verk samkv. fyrirliggjandi forgangsröðun. Mikilvægt er að nýta þann árstíma sem í hönd fer. Rætt var um mikilvægi þess að listaverk í opinberu rými séu í lifandi samtali við samtímann hverju sinni og að þau séu nýtt til að skapa stemningu sem er jákvæð fyrir bæjarbraginn. Flutningur Pílagríms og Gullna hliðsins, sem eru staðsett fyrir utan kjarna höggmyndagarðsins á Víðistaðatúni og njóta sín ekki á núverandi stað, stuðli að fegrun Vallanna og skapi stemningu sem er jákvæð fyrir svæðið. Stjórnin samþykkti að fela forstöðumanni að vera í sambandi við framkvæmdasvið og forgangsraða verkefnum er varða forvörslu verka með þeim hætti að sumarið nýtist. 20.4. 1209121 - Safnasjóður Forstöðumaður kynnti þá styrki sem safnið fékk úthlutað úr safnasjóði fyrir árið 2015. Það eru rekstarstyrkur, tveir verkefnastyrkir og ferðastyrkur. Verkefna og ferðastyrkurinn eru vegna stefnumótunarvinnu og miðlunarverkefnis sem ber yfirskriftina Hittumst í Hafnarborg. 20.5. 1102237 - Hafnarborg, önnur mál Kynnt voru verðlaun sem Hafnarborg stendur fyrir og veitt hafa verið undandarin ár við útskrift úr 10. bekk. Verðlaunin eru veitt einum nemanda úr hverjum skóla bæjarins fyrir árangur í myndlist.

Rætt var um menningargöngur sumarsins. Áhugi er á að tengja vinnustofuna Þinn staður okkar umhverfi við Flensborgarhöfn við að minnsta kosti eina göngu. Vinnustofan er unnin í samstafi við skipulags- og byggingasvið og verður í Sverrissal í maí og júní.

Nokkrar umræður voru um Víðistaðatún og hlutverk höggmyndanna í tengslum við endurskoðun á hlutverki túnsins.