Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1754
28. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
Áður á dagskrá bæjarstjórnar 14.okt. sl. 6.liður úr fundargerð SBH frá 6.okt. sl. Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga og óskaði í kjölfarið eftir því að skipulags- og byggingarsvið myndi skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum. Tillaga að lóðarblaði liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablaði.
Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:
'Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.' Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.
Bæjarstjórn ssamþykkti tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.