Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3406
7. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið fyrir að nýju. Lögð fram skýrsla verkefnishóp um fýsileika sameiningarinnar.
Bæjarstjóri skýrði frá fundi með mennta- og menningarmálaráðherra vegna málsins.
Svar

Bæjarráð Hafnarfjarðar áréttar samhljóða bókun bæjarstjórnar frá 29. apríl sl. um að menntamálaráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld um stöðu og framtíð skólans. Lögð er áhersla á að spurningum sem þar voru lagðar fram til ráðherra verði svarað formlega hið fyrsta. Bæjarstjóri mun jafnframt óska eftir lögfræðiáliti á lögmæti ákvörðunartökunnar og einkum verði horft til þeirra samninga sem liggja fyrir um þátttöku sveitarfélagsins í byggingu og rekstri húsnæðis skólans, sem og lög um framhaldsskóla nr. 92/2008, sem m.a. kveða á um þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði framhaldsskóla.