Ferðaþjónusta fatlaðs fólks, kostnaður
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3422
3. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Kostnaðarskipting vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Lögð fram bókun fjölskylduráðs frá 20.nóv. sl.: Fjölskylduráð fellst á að samþykkt verði fyrirliggjandi tillaga að breyttri kostnaðarskiptingu, með fyrirvara um að öll hlutaðeigandi sveitarfélög samþykki breytinguna og vísar málinu til bæjarráðs. Ráðið ítrekar fyrri bókanir þess efnis að sviðið haldi áfram vinnu við greiningu á kostnaði með það að markmiði að ná fram hagræðingu án þess að komi til þjónustuskerðingar. Allar færar leiðir verði skoðaðar í því samhengi.
Svar

Bæjarráð staðfestir samþykkt fjölskylduráðs.