Strandgata 26-30, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 369
5. maí, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið en taldi að laga þyrfti aðkomu í bílakjallara í samræmi við gildandi deiliskipulag. Borist hafa nýir uppdrættir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í skipulags- og byggingarráð.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að innkeyrsla í bílakjallarann verði í gegnum bílakjallara Fjarðar og felur Fasteignafélagi Hafnarfjarðar að útfæra hugmyndina í samráði við hönnuð Strandgötu 26-30. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist.