Strandgata 26-30, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1770
14. september, 2016
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð SBH frá 6.sept.sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.06.2016 var lögð fram tillaga ASK arkitekta dags. 10.06.2016 að breyttu deiliskipilagi lóðanna Strandgata 26-28.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið var auglýst frá 20 júlí til 31 ágúst. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af Strandgötu 26-30, og að deilskipulagsbreytingunni verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir

Framlögð tillaga er samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum, einn bæjarfulltrúi er fjarverandi.