Húsaleigubætur, breyting á reglum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Fulltrúar Samfylkingar og VG óska eftir upplýsingum um tilurð og feril breytinga á reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur frá 3. maí 2005 með síðari breytingum, sem virðast hafa átt sér stað um síðustu áramót án þess að fyrir lægi sérstakt samþykki bæjarstjórnar.
Óskað er skriflegs svars á næsta fundi bæjarráðs
Svar

Í ljósi málsmeðferðarinnar samþykkir bæjarráð að leita álits innanríkisráðuneytisins á því hvort framkvæmd breytinganna hafi verið í samræmi við lög, samþykktir eða reglur sem kunna að eiga við um slíkar ákvarðanir.

Bæjarráðsmenn Sjálfsstæðisflokksins og Bjartr framtíðar legggja fram eftirfarandi bókun:
Fjölskylduráð mun að gefnu tilefni taka málefni sérstakra húsaleigubóta til skoðunar á fundi sínum þann 13. febrúar næstkomandi.
Meðal þess sem rýna þarf er stjórnsýsluframkvæmd við ákvarðanatöku um breytingu á umræddum fjárstuðningi í desember síðastliðnum í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.
Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem um sérstakar húsaleigubætur gilda og hvaða verklag hefur verið viðhaft varðandi ákvarðanir sem teknar hafa verið um ákvæði og úthlutun sérstakra húsaleigubóta. Óskað hefur verið eftir áliti frá velferðarráðuneyti og samráð haft við lögfræðisvið Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Ráðið mun einnig kalla eftir ítarlegum samanburði á umgjörð sérstakra húsaleigubóta milli sveitarfélaga, þar sem kjör í Hafnarfirði eru borin saman við sambærileg sveitarfélög.