Hafnarstjórn - 1467
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3401
26. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 19.1. 1501477 - Starfsmannamál, trúnaðarmál. 19.2. 1501433 - Hafnamál við Faxaflóa, Faxaflóahafnir Tekið til umræðu erindi Faxaflóahafna til Hafnarfjarðarbæjar dagsett 9. janúar 2015. Hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar tekur undir það sjónarmið sem kemur fram í samþykkt Faxaflóahafna að rík ástæða sé til að mótuð verði heildarsýn fyrir hafnarstarfssemi við Faxaflóa til framtíðar, einnig að með aukinni samvinnu eru til staðar tækifæri til vaxtar og hagkvæmni á hafnarstarfsemi í höfnum við Faxaflóa.
Hafnarstjórn leggur til að hafnarstjóri kynni fyrir bæjarstjórn samantekt, um hafnir og hafnakosti við sunnanverðan Faxaflóa, sem unnin var 2013. 19.3. 1502273 - Heimildarmynd um íslenskan sjávarútveg Tekið fyrir umsókn Björgvins Helga Möller Pálssonar um styrk til að gera heimildarmynd um íslenskan sjávarútveg í aldanna rás. Hafnarstjórn hafnar erindinu.