Hafnarfjarðarbær, forkaupsréttur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3400
12. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Arion banka varðandi forkaupsrétt á jörðinni Lónakot og samþykki meðeigenda vegna yfirfærslu á eigninni til Landeyjar sem er dótturfyrirtæki bankans og sér um fasteignir hans.
Einnig lögð fram eftirfarandi tillaga varðandi almennan forkaupsrétt í lóðarleigusamningum: "Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt þann sem tryggður er í lóðarleigusmaningum nema með sértakri yfirlýsingu þar að lútandi hverju sinni."
Svar

Bæjarráð samþykkti að falla frá forkaupsrétti varðandi flutning á Lónakoti yfir til Landeyjar.

Einnig samþykkti bæjarráð fyrirliggjandi tillögu varðandi almenna forkaupsréttinn.