Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3507
8. nóvember, 2018
Annað
Svar

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Athygli mín hefur verið vakin á því að fylgigögn fyrir síðasta fund bæjarstjórnar, þar sem til umfjöllunar var skipulagslýsing Flensborgarhafnar sem meirihlutinn felldi úr gildi hafi verið þeim galla haldin að fyrir fundinum (sem og fyrri fundum í Hafnarstjórn og skip/bygg) hafi ekki legið endanleg skipulagslýsing, heldur eldri drög.
Ég vísa í þessu samhengi til fundar bæjarstjórnar þann 13. apríl 2016, þar sem eftirfarandi var afgreitt:
2. 1501090 - Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

Tekið fyrir að nýju. Áður á dagskrá 17.febr. og 16.mars sl. Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn."
Fylgiskjöl:
Niðurstaða fundar:
Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Við fundarstjórn tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir. Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Bæjarfulltrúi Sverrir Garðarsson situr hjá.

Þarna var til umfjöllunar eftirfarandi plagg, dagsett þann 3. mars 2016:
https://www.hafnarfjordur.is/media/skipulag/FlensborgarhofnSkipulagslysingMars2016.pdf


Í inngangi þess segir m.a.: ,,Skipulagssvæðið liggur við Flensborgarhöfn sem er stutt frá miðbæ Hafnarfjarðar. Það er afmarkað af Cuxhavengötu til vesturs, Hvaleyrarbraut og Strandgötu til suðurs og lóðarmörkum Strandgötu 75 (Drafnarhúsið) til austurs. Smábátahöfnin frá Suðurbakka að norðan og að Strandgötu 75 er einnig hluti af skipulagssvæðinu. Miðað við fyrri skipulagsvinnu á svæðinu hafa mörkin víkkað út. Svæðið sem um ræðir nær nú lengra til vesturs en það sem nær til smábátahafnarinnar samkvæmt núgildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi. Stækkun skipulagssvæðisins nær inn á Suðurhöfn sem er skilgreint atvinnusvæði í aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025 og þarf að endurskoða það meðfram deiliskipulagsvinnu á svæðinu..."

Þessi útvíkkun var staðfest á umræddum fundi bæjarstjórnar, þ.e. færsla yfir Drafnarhús og Stapagötu. Sá flötur er nákvæmlega sá sami og var skilgreindur í keppnislýsingu þeirri sem nú er unnið með í samráðshópi um rammaskipulag svæðisins.

Hlekkur á bæjarstjórnarfundinn er hér:
https://livestream.com/accounts/5108236/events/2361147/videos/119370878

Nú óska ég álits á því hvernig þetta sem rakið er hér að ofan samræmist nýlegum málatilbúnaði, þess efnis að skipulagslýsingin og síðari keppnislýsing stangist á, sem og svörum við því hvaða þýðingu, ef einhverja, það hafi að hafa fellt úr gildi drög sem voru í vinnslu áður en þessi staðfesting í apríl 2016 átti sér stað.

Semsagt: óskað er skýringa á því hvers vegna úrelt plagg var notað í undirbúningi og afgreiðslu málsins í síðustu viku og þar á undan í ráðsviku.
Einnig spyr ég: er skipulagslýsingin sem samþykkt var í apríl 2016, með stækkuðu flatarmáli, enn í gildi, þar sem hún var ekki til umfjöllunar nú á síðustu vikum, heldur eldri útgáfa með öðru flatarmáli.