Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1760
17. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð SBH frá 9.febr. sl. Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn."
Svar

Forseti bæjarstjórnar segir að umræður hafi farið fram um að nauðsynlegt að kynna málið betur fyrir bæjarstjórn og leggur því til að málið sé til umræðu í bæjarstjórn í dag.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ófeigur Friðriksson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir leggur til að afgreiðslu málsins verði frestað. Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.