Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1745
13. maí, 2015
Annað
‹ 6
7
Fyrirspurn
Fundargerð bæjarráðs frá 7.maí sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 30.apríl sl. b. Fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 22.apríl sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 5.maí sl. d. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 14.og 17.apríl sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 4.maí sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 8.maí sl. a.Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 28.apríl sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6.maí sl. a.Fundargeðir stjórnar Strætó bs. frá 13. og 27.mars sl. Fundargerðir skipulags- og byggingaráðs frá 5.og 7.maí sl.
Svar

Adda María Jóhannsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fræðsluráðs frá 4. maí ýmissa liða.

Einar Birkir Einarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar stjórnar Strætó bs. 14. og 17. apríl sl.

Ólafur Ingi Tómasson kvaddi sér hljóðs vegna 4. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarráðs 5. maí sl., Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Guðlaug Kristjánsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjöskylduráðs frá 8. maí, 5. liðar Börn innflytjenda og 4. liðar Ferðaþjónusta fatlaðs fólks. Kristinn Andersen tók við stjórn fundarins á meðan.

Gunnar Axel Axelsson tók einnig til máls vegna 4.liðar sömu fundargerðar fjölskylduráðs, Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelssonar svaraði andsvari, Einar Birkir Einarsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari, Haraldur L. Haraldsson kom einnig að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls öðru sinni og tók 2. varaforseti við stjórn fundarins á meðan.

Helga Ingólfsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna sömu fundargerðar 4. liðar Ferðaþjónusta fatlaðs fólks sem og fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 6. maí, 7. liðar Umhverfisvaktin 2015.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.