Fundargerðir 2015, til kynningar í bæjarstjórn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1737
7. janúar, 2015
Annað
‹ 2
3
Fyrirspurn
Fundargerð fræðsluráðs frá 15.des. sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.des. sl. a. Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 12.des. sl. Fundargerð bæjarráðs frá 12.des. sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.des. sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 19.des. sl.
Svar

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðar fjölskylduráðs frá 19. desember 2014, 1.liðar Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði og 3. liðar Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) í Hafnarfirði.

Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér einnig hljóðs vegna sömu fundargerðar, 1. liðar Áfram! Ný tækifæri í Hafnarfirði og 5. liðar Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, formannafundur, ályktun.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók einnig til máls vegna sömu fundargerðar og sömu liða og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins á meðan.

Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls vegna fundargerðar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. desember 2014, 8. liðar Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2014, Kristinn Andersen kom að andsvari.

Ólafur Ingi Tómasson tók síðan til máls vegna fundargerðar skipulags- og byggingarráðs frá 16. desember 2014, 2. liðar Svæðisskipulag höfðuborgarsvæðins, vatnsvernd, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Ólafur Ingi Tómasson svaraði andsvari.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tók einnig til máls vegna sama máls, Ólafur Ingi Tómasson koma að andsvari.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.