Umboðsmaður bæjarbúa, tillaga SV7 úr bæjarstjórn 10.des.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3397
15. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl. Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa þegar lagt til að hafinn verði undirbúningur að stofnun embættis umboðsmanns bæjarbúa, sbr. tillögu sem samþykkt var í bæjarráði þann 7. október sl. að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Undirbúningur að stofnun embættis umboðsmans bæjarbúa sést hvergi í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram. Leggjum við til að bæjarstjórn samþykki að hafin skuli undirbúningur að stofnun embættisins á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráði verði falið það verkefni að móta tillöguna áfram, meðal annars á grundvelli þeirra reynslu sem skapast hefur af sambærilegu verkefni í Reykjavík. Stefnt verði að því að umboðsmaður bæjarbúa verði tekinn til starfa í síðasta lagi í ársbyrjun 2016.
Svar

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið. Endanlegri afgreiðslu tillögunnar er frestað.