Kjaradeila Félags tónlistarkennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1734
12. nóvember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram áskorun frá kennurum við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar: "Við viljum skora á Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að huga að starfsaðferðum Samninganefndar sveitarfélaganna sem greinilega er eingöngu með bakland í Reykjavík og fer gegn Starfsmanna- og jafnréttisstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga."
Svar

Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson tók til máls, þá Rósa Guðbjartsdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, síðan Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins undir ræðu hennar, þá tók Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir til máls að nýju.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að taka undir bókun fræðsluráðs frá 3. nóvember sl.